Vín og rósir

I grasagardinumLaugardagur til lukku með fellibylnum Hönnu. En Ike er væntanlegur og hann er víst öllu hressari. Hanna lét lítið fyrir sér fara hérna í Spring Valley hverfinu eftir því sem ég best veit. Hér var logn í allan dag en rigndi þessi lifandis býsn. Eitthvað var um vatnsflaum og flóðaskemmdir í borginni og einn maður lét lífið er hann misst stjórn á bíl sínum á blautri hraðbraut. Ég set hér inn tengil á vefsíðu Washington Post. Það er allsendis óvíst að hægt sé að skoða myndirnar þar endalaust og kannski þarf að skrá sig inn. En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Síðdegis þegar stytti upp fór ég í gönguferð og kom við í matvörubúð. Mig langaði í vín með kvöldmatnum og fann flösku á fínu verði, aðeins fjórir dalir, en tappatogari kostaði 15 dali svo ég lét hann eiga sig en lét ræksnið í félagseldhúsinu í kjallaranum duga. Ég held það beri vott um mikið vanþakklæti að segja að aðeins í Gúlaginu hafi fólk haft verri eldunaraðstöðu. Og þó, leigan hér er ekki með afslætti og aðstaða önnur á ýmsan hátt verri en gera má ráð fyrir á almennum leigumarkaði fyrir þetta verð. Eftir að hafa fengið tortillur þrisvar þessa vikuna í mötuneytinu og innanskafnar leifar af lasagna fjórða daginn fannst mér tímabært að fá alvöru mat - með sósu. Sósa tíðkast ekki hér, ó, nei. Svo ég eldaði mér hakkbollur með gráðaosti og gerði með því alvöru lauksósu og heimagerða kartöflumús. ÞettaVeigamikill kvoldverdur var himnesk máltíð. Þessu skipti ég í box og frysti. Nokkrir strákar hérna á vistinni spurðu hvort ég væri ekki til í að elda með þeim einhvern tímann. Ég held að þeir hafi fengið heimþrá og matarást á mér.

Vínið reyndist ágætis sull með salatinu og leifunum af gráðaostinum frá í gær. Af því að fólk með vínvit krefst nánari upplýsinga þá var þetta hvítt Zinfadel frá Woodbridge vínekrunni. Og gúggliði svo! Þeirra mottó er að fólk fái gott vín við öll tækifæri. En það sel ég ekki dýrara en ég keypti, fjórir dalir - á tilboði. Það er bannað að vera með áfengi í sameiginlegu rými heimavistarinnar svo ég sat nánast eins og í skammarkrók með matinn minn og flöskuna inni á herbergi. Það komst þó upp um mig því ég þurfti að leita mér aðstoðar við að ná gúmmítappanum í flöskunni. Alls staðar kom ég að lokuðum dyrum því allir voru niðri að horfa á sjónvarpið. Tappanum náði ég þó úr eftir að hafa troðið togararæskninu nánast í gegn. Mér var sagt hér að við Evrópumenn borðum alltaf svo seint. Ætli það sé nokkuð betra að borða fyrr og vera svo að nasla nammi og snakk allt kvöldið?

KakoavoxturFöstudagurinn fram að kjötbollum var hinn ánægjulegasti. Ég fór með Anne, þýsku kærustunni sem ég hef áður nefnt, í grasagarðinn. Það var frábær ferð, fallegt umhverfi, gott veður þrátt fyrir hitann og yndislegt að komast frá skólalóðinni. Ég sá kakótré með ávöxtum í fyrsta sinn á ævinni, fjöldan allan af orkideum og sá ótrúlegustu listaverk sem líktu eftir plöntum. Þetta var ágætis inngangur að bók sem ég er að lesa á námskeiði um skapandi leik í þjónustu umönnunar. Bókin er nokkurs konar "standard" eftir... ég get ekki skrifað það, verð að afrita og líma... Mihaly Csikszentmihalyi... og heitir "Creativity". Meira um það seinna. Núna segi ég bara: "Skál!"

Ritad laugardaginn, 6. september


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband