30.8.2008 | 01:12
Börn byltingarinnar
Í morgun lagði ég leið mína í safn sem "Byltingadætur Ameríku" reka í merkri byggingu. Þar var haldinn fyrsti afvopnunarfundurinn í heiminum á árunum 1921-1922 og er húsið nú verndað þjóðarminnismerki. Félagsskapinn stofnuðu konur árið 1890 eftir að "Byltingarsynir Ameríku" höfðu neitað þeim um inngöngu í félagsskap sinn. Það verður engin útnárakerling innlimuð í klúbbinn heldur verður að leggja fram skrifleg vottorð úr opinberum skrám sem færa sönnur á blóðtengsl í beinan ættlegg frá einstaklingum sem áttu þátt í að koma á sjálfstæði Bandaríkjanna. Það er að sjálfsögðu einnig tiltekið hverjir geta talist til þess hóps. Félagið hefur það göfuga hlutverk að vera kyndilberi föðurlandsástar með því að halda á lofti minningu þessa fólks, fræða og upplýsa almenning um lokaákall Washington heitins og hlúa að sannri föðurlandsást.
Sjálft safnið samanstendur af sýningarsölum með matarstellum og bróderíi, herbergjum tileinkuðum sambandsríkjum landsins sem hvert um sig sýnir tíðaranda í húsbúnaði efnafólks ákveðinna tímabila og svo stóru skjala- og bókasafni. Það var mjög áhugavert að fara þarna um ganga í fylgd fjörgamallar félagskonu í blómapilsi sem afsakaði sig þegar hana rak í vörðurnar með því að hún væri nýkomin úr sumarfríi. Með mér var þýsk stúlka, Anne, fyrrum skiptistúdent við skólann sem er í heimsókn og var til í að gera hvað sem er til að hafa eitthvað fyrir stafni, meira að segja að skoða bróderí. Einnig skruppum við inn á Smitsoniansafn og sáum þar handverk og indjánamyndir. Þessi upptalning hljómar svolítið sérkennilega þegar bilið spannar allt frá byltingardætrum til indjána. En hver man ekki eftir kúrekamyndum þar sem karlmaðurinn fór að elta nautgripaþjófa til að hengja þá og á meðan var eiginkonu og börnum rænt af indjánum svo þá var plottið komið: kabojar og indjánar.
Sjálft safnið samanstendur af sýningarsölum með matarstellum og bróderíi, herbergjum tileinkuðum sambandsríkjum landsins sem hvert um sig sýnir tíðaranda í húsbúnaði efnafólks ákveðinna tímabila og svo stóru skjala- og bókasafni. Það var mjög áhugavert að fara þarna um ganga í fylgd fjörgamallar félagskonu í blómapilsi sem afsakaði sig þegar hana rak í vörðurnar með því að hún væri nýkomin úr sumarfríi. Með mér var þýsk stúlka, Anne, fyrrum skiptistúdent við skólann sem er í heimsókn og var til í að gera hvað sem er til að hafa eitthvað fyrir stafni, meira að segja að skoða bróderí. Einnig skruppum við inn á Smitsoniansafn og sáum þar handverk og indjánamyndir. Þessi upptalning hljómar svolítið sérkennilega þegar bilið spannar allt frá byltingardætrum til indjána. En hver man ekki eftir kúrekamyndum þar sem karlmaðurinn fór að elta nautgripaþjófa til að hengja þá og á meðan var eiginkonu og börnum rænt af indjánum svo þá var plottið komið: kabojar og indjánar.
Athugasemdir
Þetta hljómar spennandi.
Bestu kveðjur héðan úr rigningunni.
Heidi Strand, 30.8.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.