Ein stærð fyrir alla

Það fást ekki góðar pylsur í IKEA í Marylandfylki. Að öðru leyti er allt eins og í Garðabænum. Og þó, það munar svolítið á verði þó dollarinn sé óhagstæður. Ég fór þangað a fostudag og keypti það allra nauðsynlegasta til að flytja inn á heimavistina í gær. Eftir að hafa legið yfir Target, Walmart og Macy's á netinu gat ég ekki hugsað mér þann stíl og leitaði á norðlægar náðir skandinavískrar hönnunar.

Það var svolítið klikkað að labba um hið kunnuglega IKEA sem er alveg eins og í Garðabænum og minna sig á að maður væri ekki á Íslandi og það þýddi ekkert að tala við starfsfólkið á íslensku. Enda er ég ekki frá því að ég hafi fipast þegar ég pantaði pylsurnar. Eiginmaðurinn fylgdi mér sem þrautseigur burðarklár og fullvissaði mig um að ég væri ekki að eyða of miklum peningum.

Ég leitast við að finna íslensk orð yfir það sem á fjörur mínar rekur þó ég efist ekki um færni mína í að tvinna saman slettum á báða bóga, kenni Kananum að segja gardínur og fjalla sjálf fjálglega
um seminarið mitt á blogginu. Við höfum spjallað um það í leiðöngrum okkar hvernig íslenska skyldi ýmis orð sem eins og sér hafa augljósa merkingu en þegar þau eru komin í orðasamband eða sem
yfirskrift einhvers fyrirbæris liggur ekki alltaf í augum uppi hvað við er átt. Hvað ætli "Kiss and ride" standi fyrir?

P.s.: Mer hefur ekkert gengdi ad blogga hedan af hotelinu thvi faerslurnar ur tolvunni minni vistast ekki a blog.is. Thad virkadi a velinni i lobbyinu. Eg vona ad that takist ad leysa thetta taeknivandamal. Allar tillogur vel thegnar. Frekar ferdasogur verda thvi ad bida betri tima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Gangi þér vel í náminu, Ólöf mín. Það verður gaman að fylgjast með þér í gegnum bloggið. Það hlýtur að hafa verið sérstök tilfinning að ganga í gegnum verslunina eins og hún er hér heima en vera stödd í órafjarlægð. Vonandi leysast tæknivandamálin. Hlakka til að heyra meira frá þér. Kær kveðja frá Fróni.

Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

hæ hæ sendu þeim línu á á moggablogginu og þeir eru örugglega með lausnir. Ég þurfti að breyta stillingum þegar ég bloggaði frá afríkunni.

Gangi þér vel að koma þér fyrir, hlakka til að fylgjast með þér í útlandinu 

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.8.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: SM

Jej! Velkomin út! Gangi þér vel.

SM, 18.8.2008 kl. 01:05

4 identicon

Sæl. Það er hressandi á mánudagsmorgni að lesa bloggið. er að fara inn á það í fyrsta skipti. Vona að þú vitir að ísland gerði jafntefli við Dani og svo Egypta á Ólimpíuleikunum! við förum í 8-liða úrslit. svo veitsu örugglega allt um borgarstjórnardamað. 'Eg fór í Áskirkju í gær. Guðsþjónustan var yndisleg og gaf mér trúarlega uppbyggingu. Hins vegar sá ég það sem þú bentir á...þú veist hvað ég meina! ..nú kallar þvargið á mig...

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Mikið er gaman að fá kvittun fyrir lesturinn og hlýjar kveðjur. Bloggið bíður svars frá umsjónarmönnum moggabloggsins. Vona að það sé bara fínstilling í vélinni minni sem veldur stíflunni. Skyldi þessi athugasemd mín komast inn? Það væri illt í efni ef ég yrði að blogga eftirleiðis í gegnum athugasemdir bloggvina minna.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 18.8.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Við bíðum eftirvæntingarfull eftir ítarlegur ferðapistlum þínum. Hótel eða ekki hótel - það er spurningin. Auðvitað áttu að geta sent til okkar pistlana þína. Annars er þetta bara fimmtaflokks öngstrætisbælisleiga sem stendur ekki einusinni undir nafni sem slík.    Hlakka til að heyra meira af Ameríkuævintýrum þínum. 

Kram frá Stokkhólmi, Baldur

Baldur Gautur Baldursson, 18.8.2008 kl. 19:29

7 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Velkomin út Ólöf!! Hvað verður fjölskyldan lengi með þér? Heyrðu annars,er einhvert snobb í gangi að vilja ekki líta við Target? :) hí, hí,

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 20.8.2008 kl. 04:16

8 Smámynd: Laufey B Waage

Mikið ertu heppin að pylsurnar skuli ekki vera góðar. Þá læturðu ekki freistast í þær. Pylsur eru náttla bara ógessla óhollar.

Njóttu lífsins í útlandinu. 

Laufey B Waage, 20.8.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband