2.8.2008 | 23:30
Vefnaðarvestri
Í síðustu færslu örlaði á aðskilnaðarkvíða við efnisstaflann minn vegna burtfarar til Vesturheims. Tímaritið Samtíðin auglýsti á stríðsárunum að taubirgðir væru væntanlegar frá Ameríku. Nú er bara að sjá hvort enn sé eitthvað eftir og munu vefnaðarvöruverslanir vestra eiga von á eftirlitsinnliti mínu.
Eldri sonurinn spurði mig hvort ég mundi eitthvað láta sjá mig í skólanum í einhverjum þeirra leiðangra sem ég lýsti fjálglega að ég hefði í bígerð. Það er nú bara þannig að góðir landkönnuðir viða að sér upplýsingum og efnissækin saumakona getur ekki setið klæðalítil í gósenlandi hagstæðra tilboða bútasaumsverslana. Það er fjarri mér að hafa slíkt í flimtingum en ætli margri saumakonunni fyndist það ekki jaðra við helgispjöll að kíkja ekki inn í eina til tvær bútasaumsbúðir sem álpast í veg fyrir hana.
Athugasemdir
Auðvita ferðu í hverja vefnaðarvöruverslun í fylkinu ekki spurning.....
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.