Útskrift úr starfsþjálfun

Útskrift úr starfsþjálfun Þjóðkirkjunnar 2008Í dag útskrifaði biskup Íslands 12 kandídata úr starfsþjálfun djákna- og prestsefna Þjóðkirkjunnar. Yðar einlæg var þar á meðal.

Eins og myndin sýnir sem undirrituð afritaði úr frétt af vefsíðu kirkjunnar var gleðin við völd enda fagnaðarefni fyrir okkur öll að ljúka þessum lokaáfanga í námi okkar. Í eiginlegum skilningi er þessi útskrift þó ekki endir heldur upphaf í nýju samhengi þess sem við höfum lengi lifað út. Það er víst að við munum ekki öll lenda þar sem við ætluðum okkur í upphafi ferðar. Sumum okkar mun það koma þægilega á óvart. Sumum okkar verður það til trafala við að finna köllun okkar hugmyndaríkan farveg. Ég á þá bæn að við mættum öll finna gjöfulan og nærandi vettvang fyrir hæfileika okkar og hjartans þrá í samfélagi við Guð og fólk með góðan vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólöf mín, innilega til hamingju með þennan áfanga í lífi þínu.  Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þú átt eftir að finna þér góðan farveg í lífinu, Guð styður þig í því.

Ps. Bergdís sem stendur við hliðina á þér (v.megin) er frænka mín, alger öðlingur

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Innilega til hamingju með áfangann. Þetta er stórt!  Quod felix, faustumque sit!  Vona að þið njótið blessunar Guðs á akrinum og ykkar margvíslegu viðfangsefnum. Blessun Biskups er sennielga fín, en blessun Algóðs Guðs er sú sem skiptir máli og hennar óskar ég ykkur öllum

Pax et bonum, Baldur prestur í Stokkhólmi

Baldur Gautur Baldursson, 4.7.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Heidi Strand

Hjartanlega til hamingju Ólöf!

Heidi Strand, 5.7.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: SM

Til hamingju med afangann!

SM, 7.7.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Laufey B Waage

Innilegar hamingjuóskir. Vona líka að kraftar þínir - og ykkar allra eigi eftir að nýtast sem best - og þið að njóta ykkar í lífi og starfi.

Laufey B Waage, 7.7.2008 kl. 01:06

6 identicon

Innilegar hamingjuóskir með áfangann og megir þú ganga á Guðs vegum inn í hina mjög svo óræðu en spennandi framtíð.

Kærar kveðjur frá Hveragerði með þökkum fyrir skemmtilega samveru á laugardag.

Guðrún mágkona (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:31

7 Smámynd: Ransu

Til hamingju

Ransu, 10.7.2008 kl. 01:24

8 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hjartans þakkir fyrir velfarnaðaróskir ykkar. Stóra skúbbið kemur innan tíðar.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 10.7.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband