Húsbóndapítsa

Þó Z-an sé ekki lengur í almennri notkun íslensks ritmáls nema hjá mogganum og nokkrum sérvitringum þá er ekki hægt að skrifa "pissa" þegar ritað er um flatbökur. Ég hef ekki getað fellt mig við íslenskun orðsins, pítsa. En nú þegar ég sé það hér á skjánum stingur það ekkert svo í augun að þau standi á stiklum.

HúsbóndapizzaHúsbóndi heimilisins er í sérhæfingu þessa dagana og bjó til pítsu frá grunni eftir uppskrift húsmóðurinnar. Ég hvíslaði fúslega ýmsum fagleyndarmálum um gerbakstur og ýmislegt fleira sem enginn veit í eyra hans. Það má deila um hvert þeirra kom honum best við matargerðina. En hér er afraksturinn rjúkandi í ofninum og uppskriftin fyrir neðan. Þeim sem vilja ólm hnýsast í leyndardómana er bent á fyrri færslur mínar um gerbakstur.

Áleggið hér er samtíningur úr ísskápnum: pítsusósa úr flösku, rifinn skólaostur, brauðskinka, kjúklingaálegg, ólívur, paprika, maís, rauðlaukur og feti.

 

 

Pizzadeig:

5 dl hveiti
1 1/2 tsk þurrger
1/2 tsk salt
1/2 tsk sykur
1 egg
2 msk olívuolía
1 1/2 dl volgt vatn

Þurrefnum blandað saman. Egg, olía og vatn sett út í og hrært saman við, síðan hnoðað vel.
Látið lyftast undir klút í 40 mínútur. Þá slegið saman og hnoðað um stund. Deigið sett á smurða plötu og látið hvíla í 3 mínútur áður en það er flatt út. Sósu og áleggi dreift yfir. Sett í 220°C heitan ofn og bakað í 12-18 mínútur.
Það má ekki gleyma að láta deigið hvíla áður en það er flatt út. Annars vill það skreppa saman jafnóðum og það er flatt út. Það passar að kveikja á ofninum þegar deigið er sett á plötuna eftir seinni hnoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinir hægrar eldamennsku ættu að prófa að búa til fordeig (vatn, ger, mikill sykur, salt, mjöl), láta hefast í sólarhring í skál (loka með matarfilmu). Bæta síðan við mjöli og olíu og hnoða, móta pizzudeigið. Þarmeð er komið þetta forláta súrdeig!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband