21.5.2008 | 19:14
Strandaglópar
Ég þarf að kaupa farseðil milli borga erlendis en þori því ekki enn. Hingað til hef ég verið að bíða eftir því að gengi krónunnar nái stöðugleika svo ég kaupi ekki miða á fimmtungi hærra verði í dag en á morgun. Svo hef ég líka beðið frétta af þarlendum flugfélögum sem hafa unnvörpum verið að hagræða, renna saman, verið yfirtekin og orðið gjaldþrota. Ég vil ekki verða strandaglópur í útlöndum.
Það yrði illt í efni að mæta á flugvöllinn í útlöndum og komast að því við innritunarborðið að flugleiðin hafi verið lögð niður síðan maður keypti miðann, að miðinn gildi ekki lengur fyrir farangurinn líka eða að vegna sparnaðar verði maður fyrst að fljúga eitthvað annað en þangað sem stendur á miðanum og missa af tengifluginu fyrir vikið. Það væri í sjálfu sér ekkert að því að eitthvað af þjónustunni yrði valkvæmt og þá borgað fyrir það sérstaklega. Flugfélög virðast ekki lengur hafa ráð á því að bítast um viðskiptavinina og þá lækkar bara þjónustustigið samhliða því að fargjöldin hækka. En þetta er víst ekki svona einfalt.
Myndin: Ég á svona flugfreyjubúning á Barbie dúkku! Ég á Barbie dúkku!
Farangursgjald tekið upp hjá American Airlines | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara anda inn og svo út alltaf til skiptis ;-)
Flottur barbie búningur
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:29
Geturðu ekki bara keypt flugmiða milli borga eftir að þú ert kominn til útlanda? Til lands þar sem gengið er stöðugra enn á Íslandi. Hvert á annars að fara?
Laufey B Waage, 23.5.2008 kl. 15:13
"Land of the free and the home of the brave!"
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 23.5.2008 kl. 17:37
Best er bara að vera heima og fara ekki "rassgat" þá erum við alveg örugg. Gaman væri samt að prufa þennan barby búning...hehe..
Sakna þess að vera ekki í tímum með þér....vona að allt gangi vel hjá þér.
Kv. Tóta litla lipurtá.
Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.