Bleikur kóði fyrir gamla jaxla

Veteran's Day ParadeGamli vinnustaðurinn minn varð þeirrar gæfu aðnjótandi í vikunni að fá mig aftur til starfa yfir sumarið. Unglingurinn á heimilinu átti stjörnuinnkomu þegar ég var að segja þeim heima frá framvindu dagsins í dag. Honum þótti ljóst að ég hafði engu gleymt, lagði höndina á hné mér og sagði: "Mamma veteran!". Það verður að segjast eins og er að stundum er vinnudagurinn líkari orrustuvelli en búð, sérstaklega þegar hún fyllist af fólki sem ætlar að hremma einhverja tilboðsvöruna. Baráttudagur verkamanna snerist hálfpartinn á köflum upp í þrælkunardag verkamanna, svo mikil var víst ásóknin.

"Veteran" er titill um þá sem hafa látið af herþjónustu, fyrrum hermenn sem oft eru á íslensku kallaðir uppgjafarhermenn. Í hugum margra tengist þetta sérstaklega þeim sem hætt hafa hermennsku eftir að hafa særst. Víða um heim eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að sinna þeim og fjölskyldum þeirra illa. Sú gagnrýni kemur ekki hvað síst frá friðarsinnum og andstæðingum hernaðar. Kvennafriðarhreyfingin "CodePink - Women for peace" beitir sér ekki aðeins gegn hernaði heldur líka fyrir félagslegu réttlæti, bæði uppgjafahermönnum til handa og íbúum þeirra svæða sem hafa verið hernaðarvettvangur. Ef ég þekki sjálfa mig rétt væri ég vís með að skunda á einhvern fund þeirra. Ég á þó í það minnsta veglegan bleikan hatt að spóka mig.

Ljósmyndin er héðan af heimasíðu CodePink og fyrir neðan er áróðursmyndband úr smiðju samtakanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég samgleðst ekki bara vinnuveitendum þínum, heldur líka tilboðsóðum viðskiptavinum og öðrum viðskiptavinum. Aldrei of mikið af góðu afgreiðslufólki.

Mér finnst þú ættir að láta sjá þig oftar með bleika hattinn. 

Laufey B Waage, 4.5.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband