22.4.2008 | 10:26
Grundirnar gróa
Þó tæpast séu farin að sjást fleiri blóm úti við en stöku fíflar og krókusar stendur allt í blóma heima hjá mér. Það er að segja, undir nálinni. Það fer að halla í árið síðan ég teiknaði upp veggteppi sem ég byrjaði svo loks að vinna við um miðjan apríl.
Það er merkilegt með listagyðjuna. Hún hefur sína eigin hentisemi. Hún féllst loks á hugmyndir verktæknifræðingsins um hvernig best væri að útfæra og framkvæma hugsýn hennar svo þá gat ég hafist handa. Það er bara rífandi gangur í verkinu. Á svona vegferð fær maður stundum nýjar hugdettur og þá þarf að doka við og prófa þær viðbætur eða úrdrætti, allt eftir efnum og hjartslætti.
Það er hugsanlegt að afkastagleði mín á saumasviðinu stafi að hluta af því að mín bíður pappírsvinna sem mig bara langar ekki að vasast í. Frestur er á illu verstur. En þegar hann snýst um hið góða er bara hægt að segja eins og ljóðinu: vont og það versnar. Tilkynnist hér með að klukkan tvö í dag sest ég með símann og hringi ég þau símtöl sem þarf og skrifa þau skeyti sem nauðsynleg eru til að ýta því verki úr vör. Veggteppið fer ekkert lengra en það hefur gert síðan í fyrra, ekki fet.
Athugasemdir
Gleiðilegt sumar Ólöf og takk fyrir veturinn. Það verður gaman að sjá listaverkið þegar því er lokið. Það verður spennandi að fá að sjá það. Megi sumarið færa þér gleði og gæfu og sól í hjarta.
Sigurlaug B. Gröndal, 24.4.2008 kl. 11:42
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 11:59
Gleðilegt sumar með eða án saumar.
Heidi Strand, 27.4.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.