Skissur og skyssur

Ég fann sjálfkrýnda kviltdrottningu eins og þær gerast bestar. Jarðneskt form hennar er breskur lögfræðingur að nafni Helen Conway sem heldur úti bloggsíðu um viðburði í Kviltlandi þar sem alter-ego hennar, kviltdrottningin Helen, ræður ríkjum. Það er svo nærandi að detta niður á skapandi tjáningu eins og þessa. Hún birtist bæði í orði og verki - skrifum hennar og handavinnu. Það er mikill fjölbreytileiki í mannflóru kviltheimsins. Ef mig vantaði pípulagningamann í Póllandi mundi ég spyrja eftir slíkum starfskrafti á áskriftarpóstlista saumaranna.

Creating sketchbooksÞað var færsla á öðru saumabloggi þessarar Helen sem flutti mig á hennar fund. Þar segir hún frá handbók í gerð skissubóka fyrir útsaums- og textílvinnu. Hún dásamaði gagnsemi hennar í hástert og lét auðveldlega sannfærast og ákvað að útvega mér bókina. Það þarf ekki að beita miklum sannfæringarkrafti í Kviltlandi. Þar sýna verkin merkin.

Bókin á Amazon: Creating Sketchbooks for Embroiderers and Textile Artists eftir Kay Greenlees.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Kveðju til þín. Líttu endilega við en hringdu á undan. Ég fer til Grænlands á þriðjudaginn kemur.

Heidi Strand, 10.4.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband