Með blóm í haga

KirsuberjaknúpparNú stendur sem hæst hátíð kirsuberjaknúppanna í Washington borg. Þá er þess minnst að árið 1912 fékk borgin fleiri þúsund tré að gjöf frá Tókýó í Japan. Hátíðahöldin draga að aragrúa ferðamanna. Í fyrra var ég einn þeirra en fór því miður að mestu á mis við blómskrúðið því viku áður en ég kom hafði gert illskeytt vorhret með slíku hvassviðri að brumhnappar hreinlega slitnuðu af trjágreinunum svo lítið var eftir. Það litla sem ég sá fannst mér þó alveg nóg á lágstemmdum hrifningarskala mínum. Á mælikvarða borgarbúa fengu knúpparnir þetta árið þó ekki nema tvö stig af tíu mögulegum. Til hliðar er ljósmynd sem ég tók af fyrsta trénu sem ég sá í ferðinni.

Það var óskaplega kalt í borginni þessa daga. Innfæddir kvörtuðu líka og sögðu að í venjulegu árferði sæti fólki úti á verönd í stuttermabolum að kvöldlagi um þetta leiti. Þess í stað var vettlingaveður svo ég þurfti að kaupa mér glófa og náði þrátt fyrir það að fá kuldaexem á hendurnar sem hefur ekki gerst árum saman.

Nú horfi ég til þess með tilhlökkun að geta kannski barið herlegheitin augum að ári. Hér eru myndasyrpur frá hátíðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Oh, þau eru svo falleg kirsuberjatrén þegar þau eru í blóma. Veistu að það er eitt slíkt við lítið hús við Laufskóga í Hveragerði. Það blómstraði svo fallega í fyrravor. Vonandi get ég einhvern daginn haft slíkt í garðinum hjá mér þegar skjólbeltið verður orðið stærra. Yndislegt!

Sigurlaug B. Gröndal, 6.4.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband