26.3.2008 | 18:48
Karen Armstrong
Á bókalistanum mínum er "Goðsagnir í aldanna rás" eftir Karen Armstrong. Hugsun og framsetning Armstrong er skörp og aðgengileg. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er einstaklega vel gerð. Nú er bókin á tilboði hjá Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Hér fjallar Armstrong um framvinduna í reynslu mannkyns af handanveruleika, vægi og hlutverk þeirrar reynslu á hverjum tíma.
Armstrong var í hópi verðlaunahafa þetta árið hjá TED (Technology, Entertainment, Design) sem hefur frá árinu 1984 stefnt saman hugsuðum og dugnaðarforkum til að örva og stuðla að umbreytingu í veröldinni með því að tengja fólk saman á ólíkum sviðum.
Hér er upptaka af ræðu hennar þar sem hún ber upp verðlaunaósk sína um "Charter for Compassion": "I wish that you would help with the creation, launch and propagation of a Charter for Compassion, crafted by a group of leading inspirational thinkers from the three Abrahamic traditions of Judaism, Christianity and Islam and based on the fundamental principles of universal justice and respect."
Ræðan er 20 mínútur, hnitmiðuð og hnittin, mettuð og manneskjuleg.
Athugasemdir
ég mæli sterklega með bókum hennar um trúarbrögðin, en fínust er þó sjálfsævisagan hennar, "a spiral staircase", imho.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:02
sá einmitt vital við hana í TV-inu um daginn um bókina hennar Islam. Leist vel á.
SM, 27.3.2008 kl. 00:54
Talandi um Islam bókina hennar, sú er að mig minnir skrifuð rétt fyrir 11.9.2001 og ber keim af því að hlutir voru ekki enn orðnir eins slæmir eins og þeir eru nú - samt er bókin klassísk. Karen Armstrong nálgast viðfangsefnið af mikilli sanngirni.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.