Án höfuðverks

Flögur - óstungiðÉg fæ aldrei höfuðverk. En stundum veltist svo mikið til inni í kollinum á mér að mig sundlar. Það hendir þó aðeins þegar ég hugsa stíft um saumaverkin mín. Eins og núna - ég veit ekki enn hvernig ég vil stinga þetta nýjasta veggteppi. Það liggur gegnumstungið með títuprjónum, tilbúið til vélstungu, en mynstrið lætur á sér standa.

Ögn framar á blogginu setti ég inn færslu um þetta veggteppi á hönnunarstiginu og bað lesendur um álit. Uppsetningin hægra megin varð fyrir valinu. Það er með bútakúnst eins og aðra list - maður þarf að kunna reglurnar til að mega brjóta þær. Þessa meginreglu teygi ég og toga að ystu þanmörkum. Hér er það reglan um að saumar standist á sem fær að fjúka. Fyrir vikið verður endurtekning formanna laus við flatneskju. Slíkt misræmi getur pirrað fólk út í hið óendanlega. Fyrir vængstýfða fullkomnunaráráttu mína er þetta brandari af bestu gerð því samsetning þar sem saumar stemma ekki þýðir í lögbókum saumalöggunnar að maður kunni ekki að sauma. Harðsvíruðustu saumakrimmar kikna í hnjáliðunum við tilhugsunina um slíka fordæmingu. En ég er forhert og óviðbjargandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Mér þykir þú djörf Ólöf

Gleðilega páska

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 24.3.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband