Bland í poka

Bland í pokaÍ haust heimsóttu mig tvær bandarískar konur sem starfa með félaginu Material for the Arts í New York. Félagið safnar afgangs hráefni frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem getur nýst við listsköpun en hefði annars hafnað sem landfylling. Þessu er svo dreift endurgjaldslaust til skóla, félagsmiðstöðva, listafólks, endurhæfingarstofnana og fleiri þar sem restunum er umbreytt í margvíslegri listsköpun. Stöllurnar gáfu mér og fleiri íslenskum konum sem þær hittu smápoka sem afskurðum og ýmsum smáhlutum með áskorun um að búa til textílverk sem er a.m.k. 30x30 cm. Þessi verk ætla þær síðan að skrifa um í fréttabréf og tímarit.

Á myndunum er annars vegar innihaldið í pokaskjattanum mínum og svo smá sýnishorn af vinnunni minni sem komin er vel af stað. Þarna er nota ég aðferð sem ég hef ekki notað áður, álímingu (e. fusing), til að gera eins konar "kaleidoscope" eða mandölu. Ég klippti út samstæða bita úr efni og raðaði niður í stjörnu. Nú á ég eftir að fylla út í miðju og jaðra. Stefni á að ljúka því í dag. Það fer þó allt eftir því hvernig andinn blæs hvort verkinu lýkur í dag eða á morgun.

ÁlímingÞað er alveg nauðsynlegt að hafa fleiri en eitt verk í gangi í einu. Sumt þarf að fá að gerjast á miðri leið eins og flögurnar í næstu færslu á undan og þá er gott að grípa í annað á meðan. Bakvinnslan hefur þá næði til að finna snilldarlausnir fyrir viðfangsefnið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er alltaf gaman að finna fólk á netinu:)

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband