Hönnunarhamur

Þér, lesanda, gefst kostur á að taka þátt í skoðanakönnun. Hér neðan við erum tvær myndir af sitt hvorri útfærslunni á sama forminu. Segðu mér hvor fellur betur að auga þínu, myndin vinstra megin eða myndin hægra megin. Ef þú getur, segðu mér þá líka hvers vegna. 

Vinnumynd, Flögur IIVinnumynd, Flögur II

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er partur af heljarinnar samsæri. Ég er að vinna annað veggteppi úr sömu hugmynd og þetta hér. Það sem hér sést er aðeins brot af teppinu öllu. Auðvitað er ég einráð um hvor uppsetningin verður fyrir valinu og hef þegar myndað mér skoðun en mig langar til að gefa þér hlutdeild í heilabrotunum. Já, listin líkir eftir lífinu - valkostir, valkostir, valkostir. Þannig er líf listakonu líka - valkostir, valkostir, valkostir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

hægri

SM, 2.2.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hægri myndin er stílhreinni. Það er meiri órói í hinni. Ég myndi velja hægri vegna þess. Flott samsetning!

Sigurlaug B. Gröndal, 2.2.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Laufey B Waage

Ég myndi velja þessa vinstra megin, því það er meira líf í henni (reyndar er ein "tota" sem truflar mig aðeins). Sú til hægri er hins vegar snyrtilegri, svo spurningin er bara; eftir hverju sækist þú sjálf og hvað höfðar til þín.

Laufey B Waage, 4.2.2008 kl. 09:50

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Kannski ég upplýsi um hvað málið snýst. Það er rauða röndin sem er ekki eins. Mynstrið í henni snýr lóðrétt á vinstri myndinni og lárétt á þeirri hægri. Fyrir vikið verður mynstrið minna áberandi á þeirri vinstri. Miðað við að stykkin munu snúa þannig að röndin verður lóðrétt þarf ég að gera upp við mig hvernig ég sný rauða efninu þegar ég sker það til.

Klessurnar í marglita efninu eru ekki á mínu valdi. Þetta er batikefni sem er allt í óskipulögðum, misþéttum skellum. Feillinn minn við myndatökuna var að nota ekki sömu stykkin á báðum myndunum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.2.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband