Í mínum mátunarklefa

Mátun 1Mátun 2

 

 

 

 

 

 

 

 

Það ofgerir ekki taugunum að máta eigin sköpun. Ætli það sé ekki bara komið nafn á vinnuherbergið: mátunarklefinn. Ég dró fram gamlar syndir sem útleggst UFOs á máli saumfólks, Un-Finished-Objects, á útl-ensku. Þessir samsettu bútar hafa beðið upprisunnar því þá hefur vantað heppilega umgjörð. Ég raðaði þeim upp á gólfinu og henti hinum og þessum efnisvöndlum ofan á til að heyra hvað þeir segðu hver við annan. Röddin í höfðinu á mér sagði, "gult, gult, gult". Lesandinn athugi að litir bjagast við myndatöku og svo aftur á skjánum. Þessar myndir eru því ekki líkar því sem liggur á borðinu fyrir framan mig en sem nemur forminu. Gult er orðið drappað hér.

Nú er næst á dagskrá að strauja allt saman og leggja aftur saman. Það er ótrúlegt hvað áferð efnis breytist við það eitt að sléttast. Það er ekki skrítið að stjörnurnar flykkist í botox.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ólöf

Skemmtilegt hjá þér bloggið og kunnuleg vandamál. Ég gróf upp mitt saumaherbergi eftir áramótin! Er búin að vera að dúlla í óloknum ÓLK

kalla ég þau. Þessi sem voru gerð á saumaheldum og dögum í Bóthildi. Sem kannski eru ekki öll alveg í mínum anda og ég að reyna aðkoma andanum mínum í.

Verkið hér að ofan er mjög skemmtilegt. Ég er ekki enn með neina vefsíðu en er að spá í að koma mér upp einhverju slíku.

kveðja

Regína

Regina (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband