14.1.2008 | 21:43
Ekki verður bókvitið í askana látið
Þetta orðatiltæki á rætur sínar að rekja til þess uppátækis er Íslendingar reyndu að endurvinna fornhandritin á harðindaárunum og þóttu þau ill til átu. Eða þannig!
Þar kom að því - ég varð að standa við stóru orðin! Týna alla sneplana út úr bókunum og eta þá. Mér þóttu þeir hvorki góðir til að eta af né fagrir á að líta þó þeir hafi merkt við það sem mér þótti girnilegt til fróðleiks í skruddunum. Ég reyndi að flikka upp á senuna með borðbúnaði og blómum en þornaði í munninum við tilhugsunina í stað þess að munnvatnskirtlarnir settu sig í startholurnar. Límið á rifrildunum reyndist enginn bragðbætir.
Ég verð þó að viðurkenna að ég leifði nokkrum sem áfram fá að sitja á síðubrúnum til að varða nokkra gullmola sem ég kem annars aldrei til með að finna aftur í bókastaflanum.
BA ritgerðinni var endanlega skilað í morgun.
Ég er búin í háskólanum!
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þennan áfanga Ólöf !
Sunna Dóra Möller, 14.1.2008 kl. 22:03
Til hamingju!
Heidi Strand, 14.1.2008 kl. 23:41
Innilegar hamingjuóskir með áfangann.
Sigurlaug B. Gröndal, 16.1.2008 kl. 23:04
Lykke til.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:46
Innilega til hamingju!
Fann þig á blogginu fyrir hreina tilviljun. Vildi bara aðeins heilsa upp á þig.
Bryndís Böðvarsdóttir, 23.1.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.