Sælir eru einfaldir ...

... því þeir munu sáttir verða.

Er hægt að nota svona merkjavöru? Lendir enginn annar í því en ég að hurðarnar á bílnum manns séu dældaðar og rispaðar eftir aðra bíla á bílastæðum, að ekið sé utan í stuðarana og þeir brotnir, að fá malarhríð yfir bílinn þegar öðrum er mætt, að óþekkir krakkar mylji súkkulaði niður í sætisáklæðið? Ef ég ætti svona dýran bíl mundi ég aldrei tíma að taka hann úr kassanum heldur fá mér barmnælu sem á stendur: "Ég á Land Cruiser 200" - og taka svo strætó.


mbl.is Kreppuspár stöðva ekki lúxusbílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á fínann jeppa, legg bara í tvö stæði vegna virðingaleysis fólks gagnvart eigum annara! Leyfi engum börnum að setjast upp í bílinn, því síður leyfi ég einhverjum að vera að maula súkkulaði inni í honum. Bíllinn er að sjálfsögðu aldrei keyrður út fyrir malbikið, því ég meina, þó að hann sé á 38" dekkjum, þá getur hann eins og þú bendir réttilega á rispast við það að mæta öðrum bílum. Hvað hef ég svosem að sækja út fyrir malbikið? Vagninn er jú bara notaður til þess að sækja mjólk út í búð og keyra mig í vinnuna.

Hálfvitinn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:00

2 identicon

Svo er límmiði á gömlu, beygluðu Toyotu Carina E árg. 1993 sem á stendur:

Hinn bíllinn minn er Ferrari.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband