Á öfugum kili

SkólabækurEftir að ég hafði skilað inn lokaritgerðinni í heild sinni til yfirlestrar varð mér starsýnt á bækurnar sem hafa fylgt mér í náminu undanfarin ár. Þetta eru bækurnar sem ég valdi mér sjálf að lesa þó mér hafi nú svo sem gagnast ein og ein af skyldulesningunni líka við ritgerðarskrifin. Ég hugsaði með mér hvað það væri nú flott að taka mynd af öllu knippinu en fannst það frekar geld hugmynd svo ég sneri þeim við. Svona líta þær þó út fyrir að hafa verið lesnar. Þegar lokaskil hafa farið fram mun ég losa alla límmiðana úr og éta þá. Ég gæti trúað að trefjarnar geri mér gott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

hehe. Um hvað er ritgerðin?

SM, 9.1.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hún er um heilbrigði í list og litúrgíu.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.1.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ertu búin að skila ritgerðinni alveg eða áttu eftir að lagfæra eitthvað?? Alla vega til hamingju með að vera komin svona langt....! Vildi að ég heðfi sömu sögu að segja

Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég er búin að skila henni allri og fékk hana aftur í dag til að skrautrita punkta yfir i-um. Ekkert sem krefst tíma eða fyrirhafnar. Geri það á morgun. Held ég skili samt ekki fyrr en á mánudag því ég næ tæpast að prenta hana út fyrir lokun skrifstofunnar á föstudaginn. Líka ágætt að sofa á þessu yfir helgina. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Innilega til hamingju Ólöf! ÞEtta er sannarlega áfangi hjá þér og ég samgleðst þér !

Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 22:31

6 identicon

Ég verð að fá að bæta við hamingjuóskum.  Innilega til hamingju með að hafa lokið ritgerðinni!  Ég man vel hvernig mér leið á þessum tíma fyrir ári, þegar ég skilaði minni inn.  Það var dásamlegt!  En ég man að ég var svo tóm í hausnum, fannst ég vera búin að hugsa nóg fyrir lífstíð, að ég gat ekki einu sinni hugsað upp eitthvað sniðugt til að verðlauna sjálfa mig fyrir afrekið.  Myndin af bókunum þínum er líka svo sniðug.  Þú hefur verið dugleg og til hamingju með þetta allt saman.  Svo væri gaman að fá að sjá ritgerðina þína við tækifæri og lesa.  Til skammar hve mikið magn af góðum ritgerðum liggja steinþegjandi á bókhlöðunni og enginn veit neitt.

Ninna Sif (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 08:46

7 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það er seinlegt og vandasamt að skrautrita punkta!

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 10.1.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband