Nýjasta þulan

Gleraugu og bókVefþulan Ragga er góð í lestri en hún les frekar hratt. Það kemur þó ekki að sök því fólk hefur textann fyrir framan sig á meðan hún les. Þetta gagnast þó ekki aðeins lesblindum heldur líka sjóndöprum. Útlendingar sem glíma við framburð og hrynjandi geta haft mikið gagn af flutningi Röggu. Þetta er hægt að nota bæði á vefsíður og eigin, innsleginn texta.

Þó hefðu tenglar mátt fylgja fréttinni. Af óbilandi trú á mitt eftirtektarverða blogg set ég þá inn hér:

Leiðbeiningar um notkun vefþulu og uppsetning í vefskoðara notanda

Til að slá inn eigin texta:

 


mbl.is Yfir eitt þúsund manns nýttu sér Vefþuluna á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Við bjuggum til Vefþuluna.

Við lágum mikið yfir því hversu hratt hún ætti að lesa og töldum okkur finna þetta hárnákvæma jafnvægi. Hún er stillt fyrir frekar stuttan texta, þannig að ef textinn er langur þá er hún kannski full hröð.

Við tökum hins vegar ljúflega við öllum ábendingum - allar upplýsingar um það er að finna á síðunni sjálfri. 

Tóti (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 15:52

2 identicon

Sæl aftur

Þú baðst um tengil sem opnar lessíðuna í nýjum glugga.

Hann er að finna hér

Tóti (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband