12.11.2007 | 22:26
Smart nart
Mér er sagt að sem smábarn hafi mér þótt Síríuslengjur besta sælgæti sem ég fékk. Þegar afi og amma heimsóttu okkur á kvöldin og ég komin inn í rúm, læddist afi inn í svefnherbergi og dró bréfpoka með Síríuslengju upp úr jakkavasanum. Hann braut af smáan bita og stakk upp í mig gegn betri vitund því honum hafði verið bannað að gefa mér sælgæti eftir háttatíma. Ég var nú ekki klókari vitorðsmaður en svo að ég tók alltaf molann út úr mér og saug hann úr lófanum. Ekki einasta varð ég öll krímug af súkkulaðinu heldur klíndist það í náttfötin og rúmfötin. Það þýddi ekkert fyrir afa að þræta þegar að var komið.
Hann brá því á það ráð að koma með Smarties í staðinn því sykurhjúpað súkkulaði hlaut að skilja eftir sig minni ummerki. Í þá daga var Smarties fullt að bráðhættulegum litarefnum en það vissi enginn þá nema minn innri leiðsögumaður sem hefur sennilega lagt mér orð í munn er ég hvæsti á hinn ráðagóða afa minn: "É ill ekki mattís".
Gamalt súkkulaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Juu, hvað þetta er sæt saga og krúttaralegur afi
Sporðdrekinn, 12.11.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.