Með góðra manna hjálp

Ég minnist annarrar sögu af þakferðum er rúmfastur maður vildi leita sér lækninga. Það voru svo langir biðlistar eftir bæklunaraðgerð að vinir hans tróðu honum framfyrir með því að bera hann upp á þak, rjúfa það og láta hann síga niður á börum. Hann fór ekki erindisleysu og gekk út á tveim jafnfljótum. Eins og aðrir öryrkjar var hann átalinn fyrir að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá voru nú engar bótagreiðslur nema ölmusur en brot hans fólst í að taka börurnar undir handlegginn á leiðinni út og rjúfa með því hvíldarákvæði.

Svona er að vera hafa verið veikur og komast á fætur í óþökk kerfisins.

Og hvað kemur þetta fréttinni við? Mest lítið, bara hugdetta.


mbl.is Reyndu að komast inn á skemmtistað af þaki hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

góð hugsanatengsl.

Til hamingju með að vera komin á/í bloggið!

SM, 7.11.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband