2.6.2020 | 10:21
Gemsuskegg - Aruncus aethusifolius
Gemsuskegg bætt við garðaflóruna mína í maí 2020. Plöntuna fann ég í Garðheimum. Plantan er smávaxnara afbrigði af geitaskeggi. Eitthvað finnst mér mísvísandi upplýsingar um hvaða birta hentar henni best en ætla þó að velja á hálfskugga til að fara milliveginn og leggja mest traust á það sem skrifað setndur á vef Garðaflóru. Hún er skyld musterisblómi en minni og blómstrar fyrr en Astilbe Chinensis, kínablómið, sem ég er með í beði. Haustlitirnir verða margtóna gulir og appelsínugulir ef hún fær einhverja sól. Hún ætti því að gleðja augað lengi frameftir.
Myndir er sótt af Wikimedia Commons.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.