6.8.2013 | 21:14
Myndbandasafnið - Vlog: Mas miðaldra konu
Þetta blogg hlýtur er farið að bera merki vannæringar svo ég gríp til neyðarráðstafana og set inn hlekki á myndböndin sem ég hef gert síðan í desember. Síðustu tvö myndbönd voru tekin upp í sumarleyfinu í ár.
Ég sat ekki auðum höndum í vetur heldur gerði búninga fyrir Halaleikhópinn. Hér er smá pistill:
Síðast en ekki síst er svo myndband innblásið að Degi rauða nefsins. Kannski fæ ég að vera með í ár.
Nú um stundir læri ég HTML forritun á netnámskeiði hjá Skillcrush. Það fann ég í gegnum umfjöllun MBL um Hallfríði Öddu Birnir. Vefsíðugerð er áhugaverð og ég tel gagnlegt fyrir mig að kunna þar eitthvað til verka þegar kóðun er annars vegar. Kannski má skrifa þetta á uppátektarsemi hinnar miðaldra konu, og þó. Ég sótti í vetur tvö námskeið um nám fullorðinna og þar kom fram að eldri nemendur vilja í vaxandi mæli stunda sitt nám á netinu. Það er ekki galið fyrir mig að kunna þá eitthvað til verka, læra að byggja upp veflægt nám og finna nýjar leiðir til að brillera.
Svo er ég byrjuð að undirbúa efri árin. Ég bað um munnhörpu í afmælisgjöf því mér finnst alveg ótrúlega töff að geta spilað á hljóðfæri á elliheimilinu. Ég verð sú á herbergi 302 sem blæs í tíma og ótíma en það kemur ekki að sök því hin gamalmennin slökkva bara á heyrnartækjunum sínum. Svo spila ég í gríð og erg á setustofunni þangað til starfsfólkið borgar undir mig langdvalir á sólarströndum með flöskusjóðnum sínum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.