30.8.2012 | 11:44
Mas miðaldra konu - vlogg (vídeóblogg)
Það hefur verið lítil blogvirkni hjá mér síðustu vikurnar. Ég fór í axlaraðgerð, hina síðari, fyrir stuttu svo tölvuinnsláttur hefur verið óþægilegur um nokkurt skeið. Annað sem helst bar til tíðinda var fimmtugsafmælið mitt í júlí. Því fögnuðum við hjónin í London og áttum þar góða daga.
Mig hefur langað að nota vídeó sem blogg, svokallað vlog (eða vlogg upp á íslensku). Tölvuvinnsla sem byggir meira á músavinnu en innslætti en er líklega langtum tímafrekari. En mig langar líka að ná tökum á tækni og miðlum svo hér er fyrsta innleggið um "Mas miðaldra konu"
Hér er svo innlegg dagsins í dag. Það er líka vistað á DailyMotion
Áður hafði ég gert stuttan inngang, eins konar ákall sem ég setti inn á Fésbókina og bað um tillögur að viðfangsefnum á vlogginu. Það er hér fyrir neðan og er líka vistað á DailyMotion.
Athugasemdir
Ég var einmitt að tala um þig við Ásu Hildi í gær í prjónakaffinu hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Við vorum að dáðst að allri útsjónarseminni og snilldar hugmyndunum og jákvæða viðhorfinu sem þú hefur í erfiðum aðstæðum. Við vorum sammála um að þú værir engri lík :). Ég er viss um að mörgum myndi finnast fróðlegt að sjá hvernig þú leysir vandamál sem skapast hafa vegna ,,lífstálmanna" sem þér hefa verið reistar í lífinu. Svona ,,how to".
Svo væri náttúrulega snilld að fá súrdeigsbrauðs ferlið í svona vloggi. Sem minnir mig á að ég þarf að kíkja til þín í heimasókn á næstunni og fá aðra súrdeigsprufu hjá þér (eina að sníkja sér brauð hjá þér;)) til að átta mig betur á hvort ég þoli það ekki allveg áður en ég svo sníki af þér súrdeig og leiðbeiningar svo ég geti langst í súrdeigsbrauðabakstur... að hætti Ólafar :D
Knús í þitt hús
Systa
Systa (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.