Flikkað upp á flík

Bolur - Ólöf I. DavíðsdóttirÞessi bolur var sestur í helgan stein, kominn með fastan blett eftir augnháralitun og orðinn stuttur og breiður eftir marga þvotta. Ég vildi ekki fleygja honum því það er gott að vera í honum og flíkin heil að öðru leyti. Svo hann fékk andlitslyftingu. Hann var þrengdur og fékk á sig nokkur taublóm.

Ég sneið utan af hliðunum og það sem skarst af sneið ég í ræmur. Ég renndi öðrum jaðrinum á þeim í gegnum loksaumvélina. Síðan saumaði ég rykkingu í hinn jaðarinn og dró hana saman. Ræmurnar saumaði ég á bolinn í spíral og stakk þar undir skrautböndum sem áður héngu niður við faldinn á bolnum. Svo saumaði ég hliðarnar saman í loksaumvélinni. Toppurinn er nánast eins og nýr.

 

Bolur - Ólöf I. DavíðsdóttirBolur - Ólöf I. DavíðsdóttirBolur - Ólöf I. Davíðsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Svo er hér flíkin sjálf:
Bolur - Ólöf I. DavíðsdóttirBolur - Ólöf I. Davíðsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smart hjá þér!

Hellen S. Helgadóttir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband