Næla

Næla - Ólöf I. DavíðsdóttirÞessa nælu gerði ég einu sinni eftir leiðbeiningum sem ég fann á veraldarvefnum. Þessi aðferð og úrfærsla ku vera í anda viktoríanska tímans svo hugmyndin er ekkert slor. Samt nokkuð sérkennileg tenging því Viktoría drottning syrgði í 40 ár og þá var ekki notað neitt skrautlegt skart. En kannski fundu áræðnir skartgripasalar og hégómlegar konur sér leiðir út úr puntkreppunni. Það var víst mikið um svart skart á þeim tíma, búið til úr svartarafi. Svartaraf, gagat, er ekki raf heldur svokallað steindarlíki, viðarleifar þjappaðar undir miklu þrýstingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband