11.9.2011 | 13:00
Bláberjamuffins
Þessar bláberjakökur eru eftir uppskrift frá "The Australian Women's Weekly Cookbooks: Muffins, Scones and Bread".
Innihald:
300 gr hveiti
4 tsk lyftiduft
150 gr púðursykur
1 egg, léttþeytt
180 ml súrmjólk
125 ml bragðlítil matarolía
150 gr bláber (fersk eða frosin)
Aðferð: Sigtið þurrefni saman í skál, hrærið hinum hráefnunum saman við. Setjið í muffinsmót, 6-8 stykki. Bakið við 175°C í 25 mínútur.
Kökurnar eru mjúkra og safaríkar, miðlungsstórar. Ég setti pappírsmót inn í silikón muffinsform, setti deig í sem nam hæðinni á pappírsmótunum og fékk 8 kökur út úr því. Þær tvöfölduðust í hæðina við bakstur. Við geymslu til næsta dags í þéttu iláti urðu kökurnar svolítið klístraðar svo ég mæli með að þær séu borðaðar upp til agna sama dag eða settar frysti þegar þær eru orðnar kaldar ef það þarf að geyma þær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.