Debrecen ferðasaga 6 - myndir

Sunnudagurinn var tekinn snemma. Ég var við skírn 5 barna í Miklukirkju og var athyglisvert að sjá hvernig hún fór fram. Þetta var ekki í messu heldur afmörkuð athöfn ein og sér sem stóð í 20 mínútur. Í stað skírnarfonts eins og við eigum að venjast í lúthersku kirkjunni á Íslandi, var vatni hellt úr könnu á höfuð skírnarbarnsins og stór skál höfð undir. Það var nú ekki mikið vatn sem fór í skálina enda sjálfsagt helt af mikill natni. Börnin voru áberandi eldri en tíðkast heima og voru ekki sérstaklega klædd fyrir skírnina, bara í sínum fötum og yfirhöfnum líka.

Debrecen 2011 165 comprDebrecen 2011 167 comprDebrecen 2011 170 comprDebrecen 2011 169 compr 

Því næst fór ég í lúthersku kirkjuna og var við almenna guðsþjónustu þar. Hér er vefsíðan þeirra: http://degy.hu/templomunkrol Þetta er lítill söfnuður sem hittist í kirkjubyggingu frá 1889. Um margt minnti umhveri og athöfn á íslenska sveitakirkju. Guðsþjónustan stóð í rúman klukkutíma, þó engin væri altarisgangan, enda var predikunin um 35 mínútur og svo tók við 7 mínútna ávarp frá altari. Tveir prestar þjónuðu, mætingin var góð og vel tekið undir í söng.

Debrecen 2011 173 comprDebrecen 2011 171 comprDebrecen 2011 172 compr 

Það sem eftir lifði sunnudags tók ég því að mestu rólega, ef ég man rétt. Lagði mig um eftirmiðdaginn, keypti eitthvað smálegt í matvörubúð með kvöldmatnum, eldaði og horfði svo á bíómynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband