Debrecen ferðasaga 5 - myndir

Í gær fór sonurinn með móður sína í skoðunarferð um háskólasvæðið í Debrecen. Þetta eru ábúðamiklar byggingar sem líta margar út eins og æðri menntastofnanir en sumar eins og magninnkaup af Moggahöllum í stærri kantinum. Vorið er allt að taka við sér. Við gengum í gegnum skóginn að skólanum. Í kringum skóginn er varað við vasaþjófum enda nokkuð um að fólk haldi til í skóginum og viðhafi eigin útfærslu af sjálfsþurftabúskap.

Debrecen 2011 136 comprDebrecen 2011 134 comprDebrecen 2011 138 comprDebrecen 2011 141 comprDebrecen 2011 132 compr Debrecen 2011 145 compr

Hin mikla vorhátíð svínsins á aðaltorginu var áfram uppspretta innblástur og menningar. Þegar Ungverjar koma saman er búið til gúllas. Fólk hittist almennt ekki til að grilla heldur malla pottrétt yfr hlóðum. Á markaðnum var hægt að panta forláta garðhúsgögn með sérútbúnu borði fyrir gúllaspottinn í miðjunni. Það mátti gæða sér á ýmsu á markaðnum. Ég fékk mér ungverskan skyndibita, kássu í brauði. Á bekk sátu nokkrir krakkar og gæddu sér kát á steiktu brauði með sýrðum rjóma. Þau kinkuðu glaðlega kolli þegar ég mundaði myndavélina og sögðu "tjís". Þarna voru líka barnagull innan um annað þjóðlegt handverk.

Debrecen 2011 146 comprDebrecen 2011 110 comprDebrecen 2011 052 comprDebrecen 2011 174 comprDebrecen 2011 107 comprDebrecen 2011 115 comprDebrecen 2011 113 compr 

Um kvöldið sótti ég gospeltónleika í Miklukirkju, Nagytemplom, hjá stærsta söfnuði kalvinista í Debrecen. Kirkjan tekur 2000 manns í sæti, á sunnudögum eru 3 guðsþjónustur og söfnuðinum þjóna 8 prestar. Nema hvað, æskulýðspresturinn og organistinn hafa starfrækt gospelhópinn Éden í 3 ár við góðan orðstí og undirtektir. Stórt svið hafði verið byggt yfir ræðustólinn (sjá samanburð við síðustu myndina í syrpunni af sama svæði, tekin í morgun) og stórar ljósastæður þveruðu salinn í basilíkunni. Það voru þrjár myndatökuvélar í gangi og öllu fagmannlega varpað á tvo stóra skjái sem eru í kirkjunni. Lýsing var notuð til skreytingar á veggi og loft. Neðst í þessari færslu er stutt kvikmynd sem ég tók á tónleikunum.

Debrecen 2011 159 comprDebrecen 2011 161 comprDebrecen 2011 164 comprDebrecen 2011 165 compr

Skólafélagi minn er einn af prestunum. Hann hafði sem betur fer varað mig við því að það væri kalt í kirkjunni. Ég sé bara eftir því að hafa ekki verið í ullarbrók. Það var bót í máli að sætin í kirkjubekkjunum eru upphituð. Tónleikarnir stóðu í tvo og hálfan tíma í troðfullum sal. Það var ekkert hlé og fólk stóð aldrei upp. Þó varð ég að standa upp af og til og færði mig þá upp af vegg. Það var hreinlega kalt að standa við vegginn og að endingu flúði ég í sætið mitt til að halda á mér hita. Það var skítkalt úti og hvasst að loknum tónleikum. Þegar heim kom réðst ég á suðusúkkulaðibirgðir sonarins frá jólum og bjó til heitt súkkulaði en þó ekki fyrr en ég var búin að nappa nýþveginni ullarlangbrók af snúrunum og skella mér í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband