Debrecen ferðasaga 3 - myndir

Gærdagurinn var ljúfur. Upp úr ellefu gengum við inn á torgið við Gömlu kirkjuna og hittum skólafélaga minn, László Petró, framan við kirkjuna. Á meðan við bitum eftir László gengu framhjá okkur fjórir karlar með kontrabassa og einn í síma. Þessi sýn var líkust inngangi að tónverki, tilvistarlegur listgjörningur. Mig grunar þó að þeir hafi bara verið að flytja kontrabassann fyrir tónleika á útisviði á torginu.

Debrecen 2011 065

Við fórum svo saman á þjóðlegan ungverskan veitingastað, Flaska. Nafnið þýðir einmitt það, flaska, eitt af fáum orðum sem ungverska og íslenska eiga sameiginleg. Annað slíkt orð sem ég þekki er táska. Matur var ljúffengur. Ég fékk mér steikta önd með heitu rauðkáli, brúnuðum kartöflum og eplum. Öndin bragðaðist eins og besti lambahryggur. Í eftirrétt fékk ég mér pönnuköku með kotasælu, ávaxtabitum og vanillurjómasósu.

Debrecen 2011 087 comprDebrecen 2011 070 compr Debrecen 2011 079 comprDebrecen 2011 076 comprDebrecen 2011 074 comprDebrecen 2011 081 compr

 

Það byrjaði markaður, tileinkaður svínarækt, á torginu í gær og stendur hann alla helgina. Þar bar margt athyglisvert fyrir augu sem tengist menningu Ungverja, mikið mannlíf og matarlykt í loftinu.

Debrecen 2011 089 comprDebrecen 2011 060 comprDebrecen 2011 054 comprDebrecen 2011 059 compr 

Ég bæti svo við færsluna seinna í dag.

 

Af nógu er að taka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband