Gjöldin hækkuð um leið á vatn og skólp

Á mínu heimili hækka þessi gjöld samanlögð um 6.000 krónur auk innheimukostnaðar sem samtals gerir 783 krónur á innheimtutímabilinu. Ég hef enga stjórn á þessum útgjöldum sem greiðandi vörunnar/þjónustunnar því notkun er ekki mæld. Tilfærsla innheimtunnar er réttlætt í bæklingi með "einföldun boðleiða" (hvað sem það þýðir) og "skilvirkni við innheimtu" (sem var einföld fyrir mig og án sérstaks innheimtugjalds). Hér er komið nýtt batterý, innheimtudeild Orkuveitunnar með tilheyrandi starfsmannahaldi geri ég ráð fyrir, húsakosti, tæknibúnaði og pappírshaldi. Ég geri ráð fyrir að boðleiða- og skilvirknibótin sé öll Orkuveitumegin og fyrir það þarf ég að borga tæpar 7.000 krónur aukalega.
mbl.is Vatns- og fráveitugjöld innheimt sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband