13.12.2010 | 11:26
Skipt um nærbuxur
Hér á landi er ráðherrum skipt út eins og nærbuxum í pólitískum hrókeringum en svo þykir ófært að þeir beri ábyrgð eða séu dregnir til ábyrgðar út af embættisgjörningum eða óeðlilegum hagsmunatengdum afskiptum. Svo má ekki snjóa í Skotlandi og þá bara segir ráðherrann af sér, reyndar ekki til að axla ábyrgð heldur svo stjórnarandstæðingar geti ekki gagnrýnt ríkisstjórnina. Þetta fólk hefur verið alið upp við þau rök frá brautu barnsbeini að maður skipti um nærbuxur daglega svo það sjáist síður bremsufar ef maður lendir í slysi og er afklæddur í kjölfarið á sjúkrahúsi.
Hvernig væri að hafa persónulegt hreinlæti frekar í fyrirrúmi, ekki bara í klæðaburði heldur í heilindum siðvæddra starfshátta og samskipta? Raunveruleg nærbuxnaslys eru ekkert til að æsa sig yfir, þó vandræðaleg séu. Maður bara gengst við þeim, skiptir um brók og þvær hina. Það er miklu dýrara að fleygja nærhaldinu til að losa sig við verksummerkin. Óhæfur ráðherra á vissulega að víkja en ekki bara svo hætt sé að tala um hann heldur til raunverulegra úrbóta.
Sagði af sér vegna snjókomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirsögn fréttarinnar "Sagði af sér vegna snjókomu" er eins fáránlega vitlaus og heimskuleg og hugsast getur. Stevenson sagði af sér vegna umferðaröngþveitisins í kjölfar snjókomunnar en ekki vegna hennar. Ef umferðin hefði gengið eðlilega fyrir sig þrátt fyrir snjókomuna hefði Stevenson líklega ekki sagt af sér, nema þá af því að það snjóaði eins og mbl.is heldur fram. Af hverju segir mbl.is ekki að hann hafði sagt af sér vegna þess að Skotland er ekki í hitabeltinu? Þá hefði víst ekki snjóað á Skotland í hitabeltinu. Fjölmiðlar á Íslandi ...ja hérna hér!
corvus corax, 13.12.2010 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.