Án eftirlits og aðstoðar á ábyrgð ráðuneytis

Við fjölskyldan verðum læknislaus um áramótin vegna þess að heilbrigðisráðherra (ÁI) sagði upp samningum við sjálfstætt starfandi heimilislækna. Ráðherra lét þess getið í fjölmiðlum að í þetta sinn yrðu samningar ekki endurnýjaðir. Við erum ekki ein i þessari stöðu heldur fyllum hóp ríflega 20.000 Reykvíkinga í sömu sporum. Fyrir okkur persónulega er þetta alvarlegur missir. Við höfum haft sama lækninn í 25 ár og notið fyrir vikið samfellu og yfirsýnar í þeirri afbragðs heilbrigðisþjónustu sem við höfum fengið hjá okkar heimilislækni. Þetta skiptir okkur máli því þótt við séum ekki á grafarbakkanum þá glímir fjölskylda okkar samt við skilgreindan heilsuvanda sem ekki sér fyrir endann á og þarfnast innsýnar á gangi mála og stöðugs eftirlits.

Það er ekki hlaupið að því að fá nýjan heimilislækni í Reykjavík, hvað þá heldur þegar tuttugu þúsund manns hlaupa til á sama tíma og reyna að komast að á yfirfullum heilsugæslustöðvunum í ofanálag við þær þúsundir í borginni sem fyrir eru án heimilislæknis. Þetta er gríðarlegt ábyrgðarleysi hjá yfirvöldum og lýsandi dæmi um viðvarandi skort á ráðdeildarsemi og fagmennsku í rekstri heilbrigðiskerfisins. Fyrir mig persónulega er þetta mjög kvíðvænlegt. Ég þarf að hafa heimilislækni. Mér mun ekki gagnast að hittast tilfallandi vakthafandi lækni á læknavaktinni sem hefur ekki sjúkraskrá mína í höndunum. Hvert á að senda rannsóknarniðurstöður og ákveða meðferð í framhaldinu? Hver á að fylgjast með því hvort ákvörðuð meðferð skili árangri og aðlaga hana, fínstilla eða breyta eftir þörfum?

Væri mér ekki fyrirmunað að sitja af heilsufarsástæðum mundi ég vilja fara í setuverkfall á biðstofu ráðherra uns mér verður tryggð áframhaldandi læknisþjónusta í landi sem telur ekki eftir sér að sjá útlenskum heilsutúristum fyrir einkarekinni læknishjálp eftir pöntun.


mbl.is Fækkun heimilislækna grafalvarlegt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég get sagt þér það að setuverkfall virkar ekki í svona tilfellum, það vitum við austfirðingar. Við á Fáskrúðsfitði höfum þurft að vera án heimilislænis í nokkur ár.En ég get sagt þér að þetta venst, við förum bara til Reykjavíkur til læknis það kostar ekki nema 60.000 kr í hvert skipti og Tryggingastofnun borgar 30.000 í 2 skipti á ársgrundvelli, þannig að það er betra að verða ekki oft veikur!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.12.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband