Efnisval, vinnuaðstaða og verð á saumavélum

Nú er ég að velja efni í nýtt veggteppi. Þetta er niðurstaðan:

Efnisval í veggteppi

Ég hef ekkert saumað í allt sumar. Það var eiginlega ekki aðstaða til þess en nú er vinnurýmið aftur komið upp og býður eftir næstu sendingu hilluefnis til IKEA. Helst af öllu snýst þó málið um að ég hef þurft að hugsa þetta saumadæmi upp á nýtt og leita að leiðum til að sauma standandi. Aðalmálið varðandi standandi saumaskap er að þrýsta á fótstigið fyrir saumavélina. Það er meira en að segja það, megið þið trúa. Þegar maður vill sauma standandi til að hlífa bakinu þá gengur ekki að standa á öðrum fæti. Nú ætla ég að athuga hvernig gengur að nota hælinn í staðinn fyrir tábergið á fótstigið en standa um leið í tábergið á þeim fæti. Það þarf svolitlar tilfæringar í kringum það, byggja upp pall í kringum fótstigið sem það er fellt niður í. Um leið þarf maður að standa jafn hátt í báða fætur án þess þó að eiga á hættu að hrasa út af pallinum. Ég er komin með hugmynd að útfærslu en áður en ég fer í fjárútlát hennar vegna ætla ég að prófa þetta með að stafla upp tréplötum, bókum eða því sem ég finn hér heima í skúmaskotum.

Vissulega eru til saumavélar sem þarf ekki fótstig á, eru t.d. með start/stop takka ofan við nálina. Það er lítið til af þeim hér á landi. Ég veit þó af einni sem hér fæst og kostar um 350 þúsund krónur. Ég á ágætis saumavél, takk fyrir, og kaupi mér ekki aðra fyrir einn takka. Það er ótrúlega lítið úrval af ódýrum, vönduðum saumavélum til sölu hér. Vörumerkið Brother er með ágætis saumavélar með start/stop takka og kosta þær ekki mikið. Þær ódýrustu kosta 200 til 300 pund í Bretlandi.

Framhald í næsta pistli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst vel á efnin þín.  En er það rétt skilið hjá mér að þú sért veik í baki?  Man ekki eftir því frá því áður.

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 00:07

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þakka þér fyrir, Hellen. Jú, þú skilur það rétt. Ég þarf að bjóða þér í te og sýna þér nýja saumaathvarfið - en auðvitað ertu alltaf hjartanlega velkomin óboðin.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 2.10.2010 kl. 08:21

3 identicon

Takk fyrir það, Ólöf, það væri gaman!

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband