12.9.2010 | 11:17
Söguþráður saumaskapar
Það rifjaðist upp fyrir mér í morgun að ég á tvö bútasaumsverk sem innblásin voru að atburðunum 11. september 2001 þó þau fjalli ekki um þá í sjálfu sér. Bæði verkin eru frá árinu 2004.
Hér er annað þeirra, "Salt jarðar":
Hitt verkið varð til stuttu síðar, "Lát Líkn lifa":
Ég hef lítið getað saumað um hríð en langar samt að segja svo dæmalaust margt með taui og þræði. Á meðan hrannast upp hugmyndir svo nú ríður á að festa þær einhvern vegin niður og geta sótt í þann sjóð síðar ef færi gefst. Inntak verka minna tengjast oft áhrifum atburða á mig eða afstöðu minni til málefna. Til að tjá þetta leita ég gjarnan í sagnaminni hefðar sem er mér töm en bý þá oft um leið til nýjar táknmyndir með litavali eða formum. Það er mín leið til að stuðla að sífelldri og nauðsynlegri endurnýjun hefðarinnar sem um leið stuðlar að varðveislu hennar sem lifandi tjáningar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.