14.8.2010 | 17:55
Möffins með hvítu súkkulaði og möndlum
Áður en þessi uppskrift að gómsætum möffins hverfur í gleymskunnar dá innan í kokkabókahillunni minni ætla ég að setja hana hér inn í færslu í von um að leitarforrit netsins hjálpi mér að finna hana í einu vetfangi í framtíðinni. Uppskriftin er aðlöguð að uppskrift úr "The Australian Woman's Weekly Cookbooks: Muffins, Scones and Bread" með því sem til var í eldhússkápunum.
2 bollar (300 gr) hveiti
2 tsk lyftiduft
2/3 bolli (150 gr) sykur
1/2 bolli (100 gr) hvítt súkkulaði, saxað
1/2 bolli (75 gr) möndluflögur
60 gr smjör, brætt
3/4 bolli (180 ml) mjólk
1 egg, léttþeytt
Þurrefni sigtuð saman í skál. Öðrum efnum hrært saman við. Skipt í möffinsmót. Bakað við 175°C í 25 mínútur. Passar í 6 stórar (3/4 bolla mót) möffins eða 12 minni.
Upprunalega uppskriftin tilgreinir 140 grömm af súkkulaði og notar ristaðar makadamíuhnetur en ekki möndlur. Mér finnst upplagt að nota það sem eftir er af möndlupokanum til að strá ofan á kökurnar fyrir bakstur eða bara bæta því við og hafa þéttara möndlubragð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.