20.5.2010 | 23:28
Eftirköst fræðanna
Ég álpaðist upp í Háskóla að hlusta á heimsfrægan kvenguðfræðing, dr. Elisabeth Schüssler Fiorenza, í gær. Þar sat ég eins og spýtukall á trébekk í klukkutíma og finn enn fyrir því. Ég verð að gangast við því að ég veit næstum ekkert hvað hún sagði vegna blöndu af framburði og framsagnarmáta ásamt afleitum hljómburði í Háskólakapellunni. Það eina sem ég náði með vissu var orðið "emancipation" aftur og aftur og að Jesús vígði ekki fólk. Ég skildi ekki einu sinni orðið "emancipation "og varð að fletta því upp þegar ég kom heim. Ég hélt kannski að ég mundi þá muna merkingu þess það sem eftir er eftir alla fyrirhöfnina. En svo er ekki því ég varð að fletta því aftur upp til að skrifa hér að það þýðir lausn eða frelsi. Þetta er skiljanlega mjög neyðarlegt fyrir manneskju sem er nýútskrifuð með meistaragráðu eftir nám í enskumælandi landi. Nú megið þið ekki misskilja mig og halda að ég sé vanþakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að hlusta á fræðikonuna í eigin persónu. Slíkt er alltaf sterkt innlegg í fræðimennsku. Ætli ég sé ekki bara svolítið svekkt.
Það liggur mikil vinna á bak við ævistarf fólks á borð við Elisabeth Schüssler Fiorenza. Ég hef lesið efni frá henni í námi mínu og það var gott. Það þarf skarpan huga og umfram allt leikgleði til að velta við steinum, jafnvel sömu steinunum aftur og aftur, og hlaða þeim í nýjar vörður sem hafa merkingu og vægi á vegferð okkar.
Ég set hér aftur nokkrar myndir af bók sem ég gerði í meistaranáminu sem andóf við þeim miklu setum sem fræðunum fylgja og tilhneigingu guðfræðinnar til að líta framhjá visku líkamans og reynslunnar af lífi í líkama. "Colophon" textinn er fyrir neðan myndirnar.
students sit a lot and learn a lot in seminary. while there i sat in many chairs and suffered many hours from posing my body at a 90°angle. i felt that body and theology were not in agreement. thats nothing new. issues of the body have long been issues of theology. now its as if there has been a shift from disciplining the body to ignoring its wisdom. the term seat of wisdom is an old tradition in christian art for virgin mary with baby jesus on her lap. the word body is also a theological term for the context we live in with others together with god. there are no bodies in the photographs, just a jumble of chairs at wesley theological seminary. that can mean a lot of things.
to start with - imagine what its like to sit in them.
then think about your body.
what does it mean to be a body? theres wisdom in that.
title: seat of wisdom author: ólöf i. davíðsdóttir paper: southworth linen paper font: perpetua font colour: brown printing: epson inkjet binding: accordion cover: paper, cardboard place: washington dc, usa time: 2009 copy: 1/1
| photographs taken at: wesley theological seminary, washington dc, usa camera: sony cyber-shot 4.1 image software: gimp number of images: 45 title image from cover of seat of wisdom by louis bouyer, 1962
|
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.