Stunguvinna

Mannalæti 1Veggteppið potast áfram. Í gær byrjaði ég að stinga það eftir miklar vangaveltur um mynstur. Framan af degi rissaði ég á pappír þær saumlínur sem mér datt í hug og sú sem varð ofan á veldur svima, bókstaflega, því stungan skiptir sífellt um stefnu. Ég þarf þó að æfa það form betur áður en ég sting það í teppið. En ég fann annað stunguform til að nota með, æfði mig á því og stakk svo í teppið. Það kallast páskaegg og er auðvelt í vinnslu. Þetta er hringur með línu þvert yfir. Ég mæli með því að maður æfi sig með tvinna sem er ekki samlitur efninu svo maður sjái vel til verka.

Einu sinni sem oftar vakti þessi stunguvinna upp löngunina til að eignast beinsaumsvél með stóru koki (breidd opsins). Það er bara ekki eðlilegt hvað þær eru dýrar. Það eru til vélar sem eru sérstaklega hannað fyrir svona vélstungu, kallaðar long-arm. Þær kosta yfirleitt ekki undir hálfri milljón. Mig vantar nú ekki endilega slíka maskínu. Það eru til lágstemmdari vélar (og með minna op) en þær kosta samt sitt. Ein slík frá Pfaff sem seld er hér á landi kostar 190 þúsund. Ég veit af öðru merki sem ég ætla að skoða fljótlega, Juki vél. Þetta er ekki bara pjatt. Þessar flóknu, tölvustýrðu heimilisvélar, eins og ég á, eru viðkvæmar fyrir því að mikið sé stungið á þær fríhendis. Það er alltaf hætt við því að tímagangurinn í þeim ruglist þegar efnið er hreyft fríhendis undir fætinum og það er dýrt að fara með þær á verkstæði þegar það gerist til að láta endurstilla þær. Á meðan læt ég mig dreyma um stóra vinninginn. Fyrst þarf að borga námslánin.

Stunguna á myndinni fyrir ofan fann ég á bloggsíðu þar sem ritari ætlar sér að setja inn 365 stungumynstur og lýsingu á aðferð með myndbandi á jafn mörgum dögum. Myndbandið er hér:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með námslokin, Ólöf!  Vel af sér vikið hjá þér.  Er ekki fargjaldið sem þú sparaðir ígildi saumavélarverðs?  Gaman að fylgjast með því sem þú ert að sauma.

Kveðja, Hellen

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband