Mannalæti

NMannalæti 1ú er meistaranáminu lokið og ekki annað eftir en að bíða eftir skírteininu. Útskriftin er á mánudaginn kemur en ég fer ekki út til Bandaríkjanna til að vera viðstödd. Það er hægt að gera margt fleira merkilegt fyrir 3000 dollara. Í staðinn verður til terta heima hjá mér á mánudaginn. Að sjálfsögðu var sest við sauma í beinu framhaldi enda ekkert annað sem keppir um krafta mína og athygli núna. Það er mikill munur og mér líkar það vel.

Ég er að sauma veggteppi, hið þriðja eftir sömu hugmyndinni. Það er óvenjulegt þegar ég á í hlut að vinna áfram með sama mótívið. Slíkt hefur ekki höfðað til mín. Einu sinni er þó allt fyrst. Teppin eru sett saman úr eins konar skífum sem eru saumaðar úr nokkrum efnisbútum og er allt skorið fríhendis jafnóðum og saumað er. Tilvísun formanna er í manna, morgunverð Ísraelsmanna í eyðimörkinni. Hér eru nokkrar myndir frá vinnunni. Þetta byrjaði sem leikur að formum fyrir þremur árum. Það á að vera áfram leikur en nú þegar maður er orðinn svona lærður er ekki hægt að segjast bara vera að leika sér svo nú þarf að finna gáfulega skýringu á atferlinu. 

Mannalæti 1Mannalæti 1Mannalæti 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband