Biblíuleg sagnalist á íslensku - myndband

Framundan er upprisuhátíð páskanna. Af því tilefni set ég inn myndband af æfingu á flutningi guðspjalls páskadags að hætti biblíulegrar sagnalistar. Þetta er aðferð sem ég lærði í meistaranáminu út i Bandaríkjunum. Þetta verður sannkölluð Íslandsfrumsýning því ég hef ekki gert þetta hér heima áður.

 


 

Að hættri enskra kallast þetta "biblical storytelling" og byggir á frásagnarlist munnlegrar geymdar. Ég fann að ég bjó að ríkulegum heimanmundi í íslenskum þjóðsögum meðan ég var að læra þetta. Enda valdi ég mér íslenska þjóðsögu til að flytja á námskeiðinu. Ég bið lesandann að athuga að vegna birtuskilyrða varð ég að snúa baki í salinn fyrir myndatökuna. Þegar stóra stundin rennur upp verða kirkjugestir ekki fyrir aftan mig. Það er svona með tæknina. Hún er skilyrðum háð. Það sannaðist því hér hversu sveigjanlegur þessi jarðneski tjáningarmáti líkamans og raddarinnar er.

Ýmsar bjargir eru aðgengilegar á netinu til að kynna sér þessa aðferð og læra að nota hana. Þó er gott að nema hana í góðum hóp enda segir maður sjaldnast sjálfum sér sögur. Hér eru nokkrir tenglar:

Network of Biblical Storytellers

Calvin Institute of Christian Worship

Bible Storytelling

Guðsþjónustan er í Guðríðarkirkju, Grafarholti, klukkan ellefu á páskadag. Þetta verður fjölskylduhátíðarguðsþjónusta þar sem börnin verða leyst út með glaðningi er hæfir tilefni dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sæl Ólöf mín.

Gaman að sjá þetta. Mér datt skyndilega í hug, að ef til vill hafi það verið einhvernvegin svona sem menn gát lært heil ósköp af upplýsingum forðum daga og lifað lengi á hinni munnlegu geymd. Þetta virðist allavega hafa þau áhrif að maður man frekar innihald ræðu. Þetta er því mjög áhrifarík leið til að koma einhverju vel til skila, þar sem maður staldrar mikið við áhersluatriðin og nær að melta, flokka og tengja í heilanum og fanga myndir í leiðinni, þar sem hreyfingar hjálpa manni að tengja allt við myndir. 

Spurning bara um að fá kennara í dag til að tileinka sér þetta í kennslu....

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband