Námsáætlanir

Það fór eitthvað lítið fyrir því hjá mér í haust að setja inn hvaða námskeið ég tók á haustönn 2009. Nú skal bætt úr því og bætt um betur með því að gefa upp áætlanir fyrir vorið.

Á haustönninni tók ég þessa kúrsa:

Pastoral Practices and Hebrew Bible: Hér er lýsingin úr námsvísi: " An interdisciplinary dialogue between Hebrew Bible and pastoral theology with attention to intersections between the biblical text and human texts with their resulting tensions, ambiguities, and complexities, and their impact upon both biblical interpretation and ministerial practices."

The Rest of the Story: Parables and Paralles Stories. Hér lærði ég að segja bibliusögur (Biblical Storytelling) og plægði í gegnum túlkunarferlið og ritskýringavinnuna á bak við það.

The Synoptic Gospels: Þetta námskeið í Nýja Testamentisfræðum fjallaði um tilurðarsögu samstofna guðspjallanna, sérstöðu hvers um sig og ólíka úrvinnslu þeirra á sameiginlegu efn.

Visual Technologies for the Church: Hér var fjallað um notkun tölvutækni í safnaðarstarfi, farið yfir hagnýt tæknileg atriði svo sem snúrur og tengi, skjástærð og upplausn, auk hönnunar og notkun hugbúnaðar. Einnig var unnið með hugmyndafræði og guðfræðilegan grunn slíkrar vinnu.

Search for Theology of Human Rights: Genocide: Þetta var trúfræðinámskeið. Við þræddum okkur í gegnum ítarlegar bækur um þjóðarmorð, sérstaklega í Darfur, Rúanda, Armeníu og meðal gyðinga.

Epli til sölu hjá Super FreshÁ vorönn 2010 tek ég námskeið í fjarnámi. Þar útbý ég handbók til að nota með textaröð íslensku Þjóðkirkjunnar. Ég á að hanna tillögur að sjónrænum eða öðrum táknrænum miðlum til að nota í guðsþjónustu til framsetningar á innihaldi lestranna fyrir hvern sunnudag frá og með föstu til hvítasunnudags.

Hér heima tek ég 3 námskeið. Tvö eru sálgæslunámskeið hjá Endurmenntun og svo eitt hjá guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ um trúarstef í kvikmyndum.

Í ofanálag skrifa ég meistaraverkefnið við Wesley og á að skila því 30. mars.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú hefur nóg að gera á lokasprettinum. Margt áhugavert sem þú hefur verið að læraþ

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband