Song Dong: Waste Not

Sýningin "Waste Not" eftir kínverska listamanninn Song Dong í samvinnu við móður hans er uppsetning á munum sem fjölskylda hans hélt til haga. Þetta hófst með áróðri menningarbyltingarinnar um að sóa engu. Þetta var líka nauðsynlegt því skortur var á öllu mögulegu. En svo komst þetta upp í vana og hélst við eftir að þjóðfélagið fór að innleiða kapitalisma  og aðgangur að nauðsynjum varð eðlilegri. Eftir að faðir listamannsins dó varð söfnun móður hans að sjúklegri áráttu til marks um að hún gat ekki sleppt hendinni af látnum eiginmanni sínum. Hún lét loks til leiðast að fara í gegnum safnið sem sorgarvinnu með hjálp sonar síns og setja það síðan upp sem sýningu til að votta minningunum virðingu og finna lífi sínu merkingu í nýju samhengi. Á miðju gólfi stendur burðargrindin úr húsi gömlu konunnar. Hennar umsögn um sýninguna var þessi: "Það var þá aldrei að þetta ætti ekki eftir að koma að notum."

Hér er stutt myndband sem ég bjó til úr ljósmyndum sem ég tók á sýningunni og er ég þar að æfa mig á nýfenginni kunnáttu af námskeiði sem ég sit nú í haust um notkun margmiðlunar í safnaðarstarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel gert Ólöf. Ég held að þetta námskeið verði áhugavert og gagnlegt

Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:21

2 identicon

Ég held bara að nýtnin hjá frænkum og öðrum góðum konum séu bara smámunir í samanburði við þessa konu. Kannski ég setji mér nýtt markmið í lífinu og safni öllu til að geta sýnt það þegar ég verð áttatíu og eins. Hulda barnabarn mundi örugglega hafa gaman að því.

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband