Ekki til setunnar boðið

Þoka að morgniÞað var svartaþoka þegar ég fór á fætur í morgun. Það hefur lítið borist af færslum um sjálfa mig inn á bloggið þessa önnina. Það svo sem eru og eru ekki ástæður fyrir því. Þessi önn hefur verið daufari, meiri innilokun og minni innblástur almennt. Námskeiðin mín hafa flest gengið ágætlega en sum ekki staðið undir væntingum. Í einu þeirra hefur mér tekist að halda mínu striki þó lítil væri inngjöfin. Kennarinn þar kom að máli við mig og sagðist hafa áhyggjur af mér því námskeiðið væri svo langt undir mínum burðum og ég sagði bara eins og er, að mér þætti það ekki ekki gefandi. Um annað námskeið tók ég bara þá ákvörðun að halda það út. Því átti að vera lokið um miðja önn en það sér ekki fyrir endann á því og ekkert sem ég get gert við því. Ég er farin að finna áþreifanlega fyrir menningarmismun í umgengni við samnemendur mína. Sumt af því er yndislega krúttlegt og sumt einfaldlega pirrandi. Ég býst við að það sé gagnkvæmt. Ég er þreytt að nota ensku allan daginn, þreytt að lesa ensku, þreytt að skrifa á ensku, þreytt að reyna að vera gáfuð á ensku.

Seat of Wisdom 1En nóg um það. Hér er bók sem ég bjó til á námskeiði sem lauk í vikunni. Þessi bók fjallar um líf í líkama og í henni eru myndir af stólum og setflötum í skólanum. Ég gat aðeins sett 45 myndir í hana og á miklu fleiri af yndislegum og skelfilegum stólum. Bókin sló algjörlega í gegn og sennilega verður falast eftir henni á uppboð í lok annar. Ég ætla þó ekki að selja hana því mig langar að eiga hana sjálf og ég hef engan áhuga á að gera annað einstak. Ég lít á listaverkin sem ég vinn hér eins og ritgerðirnar mínar. Hvort tveggja er í senn afrakstur minn og framlag í fræðunum. Það er í raun merkilegt að hið ritaða orð fer ekkert lengra en á skrifborð kennarans. Verkefni nemenda eru mörg framúrskarandi í innsæi og hugsun en verða engum aðgengileg og byggja því lítið upp í kringum sig. En listaverkin, þau eiga sjéns á að sjást og fólk vill eignast þau. Þau ná í gegn og segja meira en þúsund orð. Nemendasýningar eru þó fátíðar. Annað hvert ár er sýning á verkum nemenda og kennara. Það er valið inn á hana í galleríi skólans. Ég hef rætt að hér þurfi að vera undirheimagallerý starfrækt allt árið þar sem öll verk sem nemendur sjálfir kæra sig um að sýna séu sett upp um skemmri tíma, mánuð í senn, óháð gæðum og inntaki. Hér eru nokkrar vinnustofur fyrir nemendur með listamönnum á hverri önn og það er súrt í broti að verkin sem þar verða til koma ekki fyrir annarra augu. Það er nefnilega ákveðinn lærdómur í því líka að sýna verkin sín og fá viðbrögðin til baka.
Seat of Wisdom 2Seat of Wisdom 3Seat of Wisdom 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband