Spádómskertið

SpádómskertiðFyrsta kertið á aðventukransinum, spádómskertið, bar daufa birtu um stofuna. Í samanburði við rökkrið umhverfis var ljósið þó sterkt.

Um fyrsta sunnudag í aðventu má lesa hér. Dagurinn markar upphaf fjögurra vikna jólaföstu. Aðventukransinn er norður-evrópsk jólahefð, talinn upprunninn í Þýskalandi á 19. öld. Þaðan barst notkun hans til Danmerkur og hingað til lands á síðustu öld. Fyrst sást hann sem skreyting í búðargluggum en varð skjótt að fastri skreytihefð heimila á sjöunda áratugnum.

Umræða um markaðsvæðingu jólanna er svolítið í ætt við eggið og hænuna. Ég fór í Blómaval í dag að kaupa kerti og vafraði þar um í leit að einhverju til að setja í skál með þeim og endaði á lituðum sandi. Ég hef ekki sett upp grenikrans síðan á fyrsta hjúskaparárinu. Til að byrja með stafaði það af blankheitum og skorti á handlagni þegar blómaskreytingar eru annars vegar svo ég réð hvorki við að kaupa kransinn tilbúinn né búa hann til (reyndi það einu sinni og lærði af því). Sama handvömmin háir mér við tertuskreytingar. Það er því sitthvað handlagni og handlagni. Ég get saumað nánast hvað sem er í saumavél. En biddu mig ekki um að þræða saumnál! Þess vegna á ég núna saumavél með þræðara. Kannski ég saumi bara aðventukrans fyrir næstu jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gæti verið mjög áhugvert Ólöf ef þú framleiddir bútasaums aðventukrans, bara að hafa hann úr eldvarnar efnum. Hvernig væri það?

Andrea (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Heidi Strand

Þú getur bakað krans eða keypt þér einn úr keramik. Það er ekki svo eldfimt.
Ég var svo upptekin af að ljósmynda minn krans og blogga um hann að ég gleymdi að kveikja á kerti.

Heidi Strand, 3.12.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég bakaði einu sinni gerkrans til átu fylltan af súkkulaðibúðing, setti í hann fjögur kerti og gaf á kökubasar sem haldinn var fyrsta sunnudag í aðventu. Hann var það fyrsta sem seldist!

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 3.12.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband