Snæðingur

LAHEM BEL AJINKvöldmaturinn minn var líbönsk pizza, Lahem Bel Ajin, með jógúrtsalati og hommos á veitingastaðnum Lebenesa Taverna. Þetta er afbragðs veitingastaður og afar vinsæll. Fyrirtækið er með nokkur útibú en staðurinn sem ég fór á er mjög viðkunnalegur. Ég borðaði þar líka þegar ég var hér um páska árið 2007 og heimsótti skólann. Pizzan minnti mig reyndar á kjötrétt sem móðuramma mín heitin eldaði stundum úr lambakjöti í lok sláturtíðar svo bragðið kom mér skemmtilega á óvart.

Það bar nokkuð sérstakt fyrir augu á kvennasalerninu þar, þessi líka stóri stampur af munnskoli fyrir gesti og birgðir af staupum þar við. Konur eiga því frekar að venjast að á salernunum séu tissjúbaukar eða jafnvel handáburður ef mikið er lagt í staðinn. En munnskol! Við skólafélagarnir sem fórum þarna saman í tilefni af afmæli eins okkar gátum ekki fundið ástæðuna fyrir þessu nema ef vera skyldi áhyggjur af hvítlauksandadrætti eftir á.Munnskol og mikið af því

Þegar heim á vist var komið skruppum við yfir í forsetabústaðinn sem ein úr hópnum býr í. Forsetabústaðurinn er íbúðarhús sem reist var fyrir 50 árum fyrir forseta skólans en er nú nánast að hruni komið svo til stendur að breyta því í skrifstofur svo ekki þurfi að gera þær viðamiklu endurbætur sem heilbrigðisteftirlit mun krefjast fyrir íbúðarhúsnæði. Þar lærði ég afspyrnu skemmtilegt spil, Skeiðar, og skemmtum við okkur dáyndisvel við það. Nokkur í hópnum eru nú komin með augastað á þessu húsi í von um að geta fengið úthlutað þar næsta haust. Það væri hreint yndislegt að búa með þeim enda allt rólegheita manneskjur. Við vorum sammála um að þar þyrfti þó að taka til hendinni og kannski gætum við gert skólanum tilboð sem hann gæti ekki hafnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir átt að fá þér munnskolvatna - það gæti lækkað tannviðgerðarkostnað. -Ég sedni þér gula gúmmíhandaska til að taka tilí  forsetabústaðnum!! - gætirðu tekið Ólaf Ragnar Grímmson í fóstur?

ragnheiður sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:43

2 identicon

Fyrirgefið prentvillurnar - það er laugardagskvöld!! hik, hik...

ragnheiður sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband