Bolabrögð aftur

BolirAlltaf stækkar í bolasafninu mínu, aflagðir bómullarbolir sem eru orðnir stuttir og víðir eftir þvotta. Mér er sárt um textil og vil síður fleygja nýtanlegum efnum. Það heiti ég á sjálfa mig að fara aftur í gang með að breyta bol og koma flík í umferð að nýju. Hér er staflinn af aflögðum bómullarbolum sem ég hef úr að velja.

Það er mikið "trend" erlendis að endurnýta og gera nýja flík úr notuðum. Sérstaklega eru bómullarbolir vinsælir til þess. Reyndar er sumt fólk svo óforskammað að það kaupir sér nýja boli gagngert til að klippa þá upp og sauma annan. Það er svosem skiljanlegt þar sem hægt er að fá nýjan, 5XL herrabol í ammríku og sníða einhvern krúttlegan "petít" topp með hvers kyns krúsidúllum.

Ég rakst á blogg konu, The Thrifty Needle, sem saumar sér flíkur úr aflögðum bolum eiginmannsins. Sá ku vera pjattrófa hin mesta og notar ekki bol ef minnst fastur blettur hefur tekið sér þar bólfestu. Henni finnst það hið besta mál því þá fær hún meira hráefni til að vinna úr. Þetta finnst mér flott og ætla ég að nýta mér fyrirmyndina. Úr nógu er að moða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært! Ég fylgist spennt með!

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband