Murta - pönnusteikt

þingvallamurta comprKarlpeningurinn lét vaða við Þingvallavatn í gær og landaði fimm Þingvallamurtum. Frúin lét til leiðast og kastaði nokkrum flugum undir lokin en ekkert beit á. Feðgarnir stóðu úti í Þingvallavatni í vöðlum og voru flottir á að líta álengdar þar sem ég rölti meðfram vatninu. Það var heitt úti, sól í heiði og allnokkrir veiðimenn við ströndina.

Þegar heim kom var leitað að uppskrift sem fannst í bók Kristínar Gestsdóttur, 220 gómsætir fiskiréttir. Ég set hana hér inn því okkur tókst ekki að finna slíka á veraldarvefnum. Okkar fingrafar á réttinum fólst í að sleppa steinseljunni og bæta tarragon við kryddlistann fyrir steikingu.

 

Heil murta steikt í smjöri. Handa 5.

10 murtur
salt/pipar
safi úr 1 sítrónu
100 gr hveiti
50 gr smjör til steikingar
steinselja og sítrónubátar

Murtan er slægð, uggar klipptir af, tálknin  tekin úr hausnum en hann hafður á. Skafið slím af roðinu, þvoið vel og þerrið með eldhúspappír.
Sítrónusafa hellt inn í murtuna, salti og pipar stráð inn í, látið bíða í 10-15 mínútur.
Murtunni velt upp úr hveiti.
Smjör brætt á pönnu, hitinn lækkaður svo ekki brenni. Murtan steikt í 5-7 mínútur á hvorri hlið. Snúið aðeins einu sinni svo fiskurinn losni ekki í sundur.
Lagt á fat, smjöri bætt á pönnuna og það svo borið fram með fiskinum ásamt steinselju og sítrónubátum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Mmm, girnilegt.

Laufey B Waage, 11.7.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

grrr... jömmí jömmmí  Lítur aldeilis gómsætt út!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 11.7.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband