Skríllinn fundinn

Skríllinn er fundinn. Hann er ekki almenningur heldur stjórnmálamennirnir. Meira vit hefði verið í að stjórnarandstaðan öll hefði fengið umboðið og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu lofað að verja þá ríkisstjórn falli og það ekki með neinum óútfylltum ávísunum eins og Framsókn uppástendur að hafa núna í höndunum. Framsókn fékk ekki neitt umboð og því í hæsta máta óeðlilegt að sá flokkur sé að leggja línurnar um málefnasamning VG og Samfylkingar. Forseti veitti umboð vegna vilyrðis Framsóknar fyrir stuðningi og nú sýnist mér Framsókn vera að draga í land með það.

Annars legg ég til að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar, hver sem hún verður, verði að koma á þjóðstjórn


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Rétt þetta hjá þér með skrílinn. Hann er búinn að sitja á sínum bossum á Alþingi allan tímann.  Ég er dauðleiður á þessu fólki. Veruleikafirrt fólk upp til hópa, en gott fólk finnst jú mitt á meðal hinna leiðu stólafyllinga og "já" manna flokksagans. 

Ég veit ekki hvort þjóðstjórn myndi gera neitt viturlegra.  Ég vil helst bara utanþingsstjórn sem EKKI er skipuð neinum af þeim sem setið hafa á þingi sl. 4 kjörtímabil [minnst].

Bestu kveðjur til USA, b

Baldur Gautur Baldursson, 30.1.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Tek undir með ykkur báðum. Sá sem ekki bjargar heimilum og fyrirtækjum hefur lítið fram að færa eins og málin standa.

Utanþingstjórn líka góður kostur sé hún laus við sama gamla tóbakið. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.1.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband