Í fantaformi

Frúin er komin með kort á tveimur líkamsræktarstöðvum. Það stafar ekki af metnaði eða göfugum markmiðum. Ástæðan er sú að ég fékk snert af myrkfælni á þeim fyrri, Vézer Fitness, og fannst ástæðulaust að leggja það á mig þegar seinni staðurinn, Segner Fitness, var bjartur og rúmgóður, mátulegu hitastigi, fersku lofti, huggulegum búningsklefum og snyrtiaðstöðu, fleiri tækjum, leikfimirimlum og teygjuaðstöðu. Vézer er fyrir konur eingöngu, sem og þriðji staðurinn sem ég skoðaði hjá Judy Gym Nöi Fitness. Hvað ungverskar konur láta bjóða sér,segi ég nú bara. Hjá Judy var myglulykt, dimmt og gömul, lúin tæki með sprungnu áklæði. Hjá Vézer var engin teygjuaðstaða eða svæði fyrir lóðavinnu. Kannski er litið svo á að konur noti ekki lóð, þó þar sér rekki að lóðum til að fullnægja öllu réttlæti. Hjá Segner, þar sem ég byrjað í gær, er kraftlyftingadótarí. Kannski árangur hina smitist yfir á mig.

Þar sá ég græju sem auglýst er víða um bæinn á plakötum, svo kallaða Flabélos maskínu. Þetta er nýmóðins hristari sem þeytir af þér spikinu með aðferð sem ku byggð á þyngdarlögmáli Newtons. Meira að segja Rússar notuð þessa aðferð við þjálfun síns íþróttafólks á áttunda áratugnum, skal ég segja ykkur. Að sjá er að trúa, hér er kynningarmyndband, gjörið þið svo vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband